Auglýsing um skipulagsmál

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 285, þann 30. nóvember 2020 að auglýsa eftirfarandi skipulagstillögur að deiliskipulagi, skv. 40. og  41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

-Skipulagslýsing fyrir nýtt íbúðasvæði vestan Þorlákshafnar. Svæðið er á 9 hektara reit vestan við núverandi byggð í Þorlákshöfn. Staðsetningin tekur mið af samlegðaráhrifum vegna innviða, hagkvæmari nýtingu lands og tengingu byggðarinnar við Selvogsbraut. Verkefninu er ætlað að svara mikilli eftirspurn sem er eftir byggingarlóðum í þéttbýli Þorlákshafnar. Milli svæðisins og núverandi byggðar verður 70 metra breitt „hraunbelti“ þar sem núverandi útivistarstígur mun áfram liggja.  Lýsinguna má sjá hér.

Lýsingin verður til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofu Ölfuss frá 8. desember 2020 til 6. janúar 2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemd við það. Skila skal skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða á skipulag@olfus.is, fyrir 6. janúar 2021.

 -Deiliskipulag fyrir Fiskalón í Ölfusi. Skipulagið er nú auglýst að nýju. Byggingarmagn, hæð húsa og nýtingarhlutfall er skilgreint fyrir svæðið. Markmiðið er að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu seiðaeldis sem hefur verið á svæðinu í áratugi, í samræmi við auknar kröfur sem gerðar eru til þess konar starfsemi.

Skipulagið má sjá hér og greinargerð hér

Skipulagið verður til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofu Ölfuss frá 8. desember 2020 til 20. janúar 2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemd við lýsinguna. Skila skal skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða á skipulag@olfus.is, fyrir 20. janúar 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?