Auglýsing um skipulagsmál

Hótel Krókur
Hótel Krókur

Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum, skipulagslýsingu og óverulegri breytingu á aðalskipulagi.

 

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 26. janúar, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar og 2. málsgrein 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Krók - hótel

Skipulagstillagan heimilar að byggt verði við núverandi hótel svo hægt sé að fjölga herbergjum sem eru 21 í dag. Í aðalskipulagi þar sem fjallað er um lóðina segir um svæðið sem er auðkennt sem VÞ6: Fjöldi gesta 150. Á svæðinu er hótel og veitingarekstur. Á hótelinu er 21 herbergi og veitingasalur fyrir 100-150 gesti.

Krókur hótel - deiliskipulagstillaga

 

Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 9

Breytingin er í samræmi við uppbyggingarheimildir á landbúnaðarlandi í nýju aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036. Útlínur einnar lóðarinnar er breytt lítillega heimilt að gera íbúðarhús í stað frístundahúss á henni.

Gljúfurárholt land 9 - deiliskipulagsbreyting

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Bjarnarstaði í Ölfusi

Tillaga sem setur ramma um framtíðaruppbyggingu að Bjarnarstöðum í Ölfusi. Gert er ráð fyrir nokkrum gestahúsum og uppbyggingu í samræmi viðheimildir aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, en á staðnum er í dag er rekin gististarfsemi og hestatengd ferðaþjónustustarfsemi.

Bjarnarstaðir – deiliskipulagstillaga

 

Skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag í Meitlum á Hellisheiði - rannsóknarboranir

Orka Náttúrunnar leggur fram skipulagslýsingu deiliskipulags vegna tilraunaborhola í meitlum á Hellisheiði. Rannsóknin er liður í að afla orku til að viðhalda rafmagnsframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar. Nefndin leggur áherslu á að gamla þjóðleiðin, Lágaskarðsvegur verði óhindruð.

Meitlar skipulags- og matslýsing

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036 vegna Raufarhólshellis

Skilmálar úr eldra skipulagi fyrir Raufarhólshelli féllu út við heildarendurskoðun aðalskipulags. Þessir skilmálar voru skilyrði fyrir því að hægt væri að heimila uppbyggingu á svæðinu sem er innan grannsvæðis vatnsverndar. Þar sem uppi eru áform um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu er þetta nú lagfært með óverulegri breytingu á aðalskipulagi sem verkfræðistofan EFLA hefur unnið.

Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 20. til 22. febrúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 22. febrúar 2023.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?