Bátsferð, vitasýning, skemmtidagskrá og fleira

Fjöldi fólks hefur notið veðurblíðunnar og þeirrar dagskrár sem í boði hefur verið í Þorlákshöfn það sem af er helgarinnar. Nú á Sjómannadaginn óskum við sjómönnum til hamingju með daginn um Jón Ingi býður gestum upp á siglingu á bátnum Hreggviðileið og við bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá af tilefni Hafnardaga.


Meðal þess sem í boði verður er sigling með Hreggvið, bát sem smíðaður var árið 1883. Það er Jóni Inga Jónssyni, maðurinn sem gerði bátinn upp, sem býður áhugasömum í siglingu frá smábátabryggjunni. Í Hafnarnefsvita sýnir Ragnar Magnússon ljósmyndir en þar lýkur göngu um bæinn með Eddu Laufeyju Pálsdóttur þar sem hún rifjar upp atvik úr sögu bæjarins. Lagt verður af stað frá Ráðhúsi kl. 14 og tekur gangan um klukkutíma. Frá klukkan 14 verður opin sýning á uppstoppuðum fuglum og eggjum Þorgríms Ármanns Þórgrímssonar á Bæjarbókasafni, en þar eru einnig vistaðir páfagaukar Ármanns sem taka vel á móti gestum. Á sama tíma dagskrá í grunnskólanum þar sem innandyra er lista- og handverksmarkaður og fjölskyldudagskrá fyrir framan skólann. Þar munu hinir stórskemmtilegu leikarar Jói G og Dóri Gylfa skemmta allri fjölskyldunni með sögum, lögum og liprum dansi og síðan verður hæfileikakeppni. Dagskránni þar lýkur síðan með tónlistarflutningi. Að lokum skal nefnt að Dagný Magnúsdóttir er með opna glervinnustofu á Unubakka og slysavarnarfélagið Mannbjörg verður með kaffisölu í Ráðhúsinu.

Að lokinni ofangreindri dagskrá og hverfamóti sem verður á íþróttavelli kl. 16, lýkur útvarpsútsendingu á Útvarp Hafnardagar með kveðjudagskrá frá kl. 18:30 - 19:00.

Hlustaðu á útvarp Hafnardagar á fm 106,1

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?