Breytt verklag í sorphirðu vegna Covid-19 - ATHUGIÐ

Nýjar verklagsreglur frá Umhverfisstofnun hafa verið gefnar út vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs. Í reglunum er meðal annars kveðið á um að sorphirðumenn mega ekki opna tunnur og meðhöndla sorp. Af þessum sökum geta sorphirðumenn ekki fjarlægt innra hólfið úr tunnum íbúa.

Því er farið fram á að íbúar fjarlægi innra hólfið úr tunnunum og setji lífræna sorpið beint í almennu tunnuna á meðan þetta ástand varir.

Áætlun um meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs

Verklagsreglur vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs vegna heimsfaraldurs

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?