Deiliskipulagsbreyting fyrir Kinn L212149

Uppdráttur fyrir og eftir breytingu.
Uppdráttur fyrir og eftir breytingu.

Á 275. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 30.1.2020 sl., var samþykkt að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 43. gr. Skipulagslag nr. 123/2010. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 3. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 23.1.2020.

Með breytingunni er skipan reita breytt og þeir stækkaðir. Reitur 1 verður fyrir íbúðarhús og færist til. Reitir 2 og 3 eru stækkaðir og færast til vesturs. Þar verða gróðurskýli reist, annarsvegar varanlegt gróðurhús og hins vegar plastdúkur á stálgrind. Greinargerð uppfærð. Með samþykkt bæjarstjórnar gefst undanþága vegna nýtingarhlutfalls aðalskipulags Ölfuss frá 0.05 í 0.15, er það sökum eðli bygginga og byggingarefna.

Deiliskipulagbreytingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og á heimasíðu frá og með 5. febrúar til og með 20. mars 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir innan þess tíma. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins eða á skipulag@olfus.is merkt „Kinn“. Þeir sem ekki gera athugasemdir teljast samþykkir.

Auglýsing birtist í Dagskrá Suðurlands og Lögbirtingarblaði

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Kinn

Skipulags- og byggingarfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?