Vinnuskólinn - garðlönd

Garðlönd

Garðlöndin verða starfrækt í sumar á sama stað og í fyrra, sunnan við Finnsbúð / norðan við íþróttavellina. Þar er aðgengi að vatni gott svo auðvelt er að vökva. Hver reitur verður um 25m2 og verða þeir tilbúnir til niðursetningar 17. maí.   Umsóknarfrestur er til og með 12. maí. Nú er um að gera að fá sér garð og rækta sitt eigið grænmeti og kartöflur.

Þeir sem hafa áhuga á að fá sér garð hafi sambandi við umhverfisstjóra david@olfus.is  eða í síma 899-0011.

 

Vinnuskóli Ölfuss

Skráning í vinnuskóla Ölfuss er hafin!

Skráningablöð eru rafræn á heimasíðu Ölfuss, Umsókn um vinnuskóla

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 7. júni til 4. ágúst.

Mæting í Svítuna miðvikudaginn 7.júni kl. 8.00.

Í sumar munum við taka nokkra daga frá og blanda saman fræðslu og skemmtun.

Hægt er að nálgast reglur vinnuskólans á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is

Síðasti skráningadagur er miðvikudagurinn 31. maí n.k.

Við skráningu í Vinnuskólann er litið svo á að unglingur sé að sýna áhuga á að taka þátt í

starfi skólans og samþykki reglur hans.

Nánari upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is  

eða hjá umhverfisstjóra david@olfus.is  eða í síma 899-0011.

 

Reglur vinnuskólans

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?