Félagsstarf eldri borgara er að hefjast

Tilkynning frá Níunni

Félagsstarf félags eldri borgara í Ölfusi er nú að fara af stað, sjá dagskrá.

Upphaf félagsstarfsins er kærkomið enda hefur lítið verið um félagsstarf frá því í vor vegna sóttvarna út af Covid 19. Fólk sem sækir félagsstarfið er beðið að gæta ítrustu sóttvarna, viðhafa handþvott og handspritt og hafa 1 meter á milli manna. Staðan félagsstarfsins verður metin eftir því hver þróun smita verður í samfélaginu enda eru íbúar á Níunni og margir þeirra sem til okkar koma afar viðkvæmur hópur.

Bridsið hefur þó verið í allt sumar og síðasta þriðjudag var spilað á þremur borðum. Stólaleikfimin hefst á mánudag og kortagerðin er byrjuð.

Auk þess er í boði:

Fótaaðgerðarfræðingur kemur reglulega - tímapöntun í síma 483-3614, Motormed æfingahjól, göngubretti og stigbretti,  Parafinvax á hendur - tímapöntun í síma 483-3614, kaffisopi án endurgjalds. 

Minnum einnig á að aðgangur að sundlaug Þorlákshafnar og árskort í bæjarbókasafn Ölfuss er án endurgjalds fyrir eldri borgara og öryrkja.

Verum varkár og gætum að okkar smitvörnum og þeirra sem eru nálægt okkur.

Nánari upplýsingar veitir Ásrún Jónsdóttir deildarstjóri í síma 483-3614

                                                           Bestu kveðjur, starfsfólk á Níunni

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?