Forkynning á fjórum skipulagstillögum fyrir umfjöllun sveitarstjórnar

Deiliskipulag Lækur II, lóð 3.

Lóðin er 5,1 ha rétt ofan við Þorlákshafnarveg. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi, vinnustofu, geymslu, hlöðu, gripahúsi, gestahúsi, leikhúsi barna og hænsnakofa, allt í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Deiliskipulagstillaga Lækur II lóð 3

 

Deiliskipulag Grímslækjarheiði – Sögusteinn.

Gert er ráð fyrir íbúðarlóðum á svæði sem er íbúðasvæði skv. aðalskipulagi.

Eldra deiliskipulag svæðisins sýndi allar byggingarlóðir á svæðinu sem frístundalóðir. Tvö íbúðarhús standa á svæðinu, Sögusteinn og Hlíðarás, húsin eru skráð íbúðarhús, þó þau standi á lóðum sem eru skipulagðar sem frístundalóðir skv. gildandi deiliskipulagi. Þetta misræmi er lagfært í nýju skipulagi.

Deiliskipulagstillaga Grímslækjarheiði - Sögusteinn

 

Aðalskipulagsbreyting vegna nýs íbúðarhverfis vestan Þorlákshafnar.

Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á reit Í11 í aðalskipulagi. Þar er nú gert ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. 

Aðalskipulagsbreytingartillaga nýtt hverfi

 

Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðarhverfi vestan Þorlákshafnar.

Tillagan gerir ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. Þar hefur verið leitast við að skapa nánd við náttúru svæðisins og vernda hraunmyndanir sem þar er að finna.

Deiliskipulagstillaga uppdráttur nýtt hverfi    Deiliskipulagstillaga greinargerð nýtt hverfi

 

Breyting á deiliskipulagi Norðurhrauns.

-Hámarks stærð raðhúsa með bílskúr má ekki vera meiri en 120 m2 en verður 150 m2 við breytinguna.

-Kvöð er um a.m.k. 1 metra skörun á milli veggflata en hún verður nú 0,3 metrar.

-Bindandi byggingarlínur eru gerðar leiðbeinandi.

-Hámarks nýtingarhlutfall á lóðum er 0,30 og ekki er samræmi milli þess og hámarks byggingarmagns. Nýtingarhlutfall er fellt út því nægjanlegt er að tilgreina hámarks byggingarmagn.

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 25.-27.maí 2021

Þeir sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 27. maí 2021.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?