Forkynning á skipulagstillögu

Skipulagstillaga verður til kynningar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, í afgreiðslu skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1. Hún verður til sýnis frá 19. til 24. mars 2021 áður en hún verður til umfjöllunar á 289. fundi bæjarstjórnar þann 25. mars 2021.

Tillagan er fyrir deiliskipulagsbreytingu á skipulaginu „Deiliskipulag fyrir Lindarbæ í Ölfusi“ vegna lóðarinnar Lindarbær B.

Byggingarreitur á lóðinni er stækkaður til vesturs svo koma megi fyrir aðstöðuhúsi innan hennar. Við þetta hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar í allt að 0,16. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010 - 2022.  Skipulagstillaga 

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is eða bréflega á: Skipulagsfulltrúi, Bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?