Grenndarkynning

Grenndarkynning vegna byggingaráforma við Hjarðarbólsveg 3

Á 277. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 26.3.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 5. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 19.3.2020. Sótt er um leyfi til að hækka hús um 40 cm umfram það sem kemur fram í deiliskipulagi fyrir lóðina Hjarðarbólsvegur lóð 3 og auka heildar byggingarmagn á lóð um 11,6 fermetra, úr 150 fermetrum í 161,6 fermetra.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði: 
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu skv. grein 43. og 44. í skipulagslögum.

Uppdráttur af áformunum er hér, þar sem má sjá áformin í afstöðumynd, sneiðmynd og útlitsteikningum. Að lokinni kynningu er umsækjanda heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist þær reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er frá 8. apríl – 6. maí 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is, merkt „Hjarðarbólsvegur“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum,
skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarbréf fengu lóðarrétthafar Hjarðarbólsvegi 1 og 5 og Hrókabólsvegi 2 og 4.

Gunnlaugur Jónasson

Skipulagsfulltrúi Ölfus

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?