Gyða Dögg akstursíþróttakona ársins

Gyða Dögg
Gyða Dögg

Í gær tilkynntu Samtök íþróttamanna um niðurstöðu á kjöri íþróttamanns ársins í Silfurbergi í Hörpu. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var kjörinn Íþróttamaður ársins 2015 af Samtökunum. Ölfusingar áttu fulltrúa á svæðinu, en það var hún Gyða Dögg Heiðarsdóttir sem ásamt Ingva Birni Birgissyni tók á móti viðurkeningum ÍSÍ sem mótorhjólaakstursíþróttamaður MSÍ árið 2015

Í gær tilkynntu Samtök íþróttamanna um niðurstöðu á kjöri íþróttamanns ársins í Silfurbergi í Hörpu. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins 2015 af Samtökunum. Ölfusingar áttu fulltrúa á svæðinu, en það var hún Gyða Dögg Heiðarsdóttir sem ásamt Ingva Birni Birgissyni tók á móti viðurkeningum ÍSÍ sem mótorhjólaakstursíþróttamaður MSÍ árið 2015.

Gyða Dögg er Íslandsmeistari í kvennaflokki og nú líka akstursíþróttakona ársins 2015. Hún er búin að eiga frábært ár og hefur unnið allar keppnir sem hún hefur tekið þátt í. Það verður spennandi að fylgjast með Gyðu Dögg í framtíðinni og óska Ölfusingar henni innilega til hamingju með titlana sína.

Meðfylgjandi mynd er fengin af fésbókarsíðunni: MSÍ / Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands Á myndinni eru Gyða Dögg Heiðarsdóttir og Ingvi Björn Birgisson.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?