Hjörtur Már Ingvarsson kjörinn Íþróttamaður ársins 2009

ithrottam_olfus-25
Hjörtur Már Ingvarsson kjörinn Íþróttamaður  ársins 2009.

 

Það er orðinn fastur liður í upphafi árs að íþrótta – og æskulýðsnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss veiti afreksfólki í íþróttum viðurkenningu fyrir unnin afrek á árinu og útnefni íþróttamann Sveitarfélagsins.  Þetta er í ellefta sinn sem þessar viðurkenningar eru veittar og fór verðlaunaafhendingin fram í Ráðhúskaffi sunnudaginn 24. febrúar sl.

 

Íþróttamaður ársins í Sveitarfélaginu Ölfusi var kjörinn Hjörtur Már Ingvarsson sundmaður.

Hjörtur hefur staðið sig afskaplega vel í sundinu á liðnu ári. Hann náði þeim merka áfanga að vera valinn í landslið Íslands til keppni á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem fram fór í Laugardalslauginni í október síðastliðnum. Þar vakti hann mikla athygli fyrir keppnishörku og árangur en hann setti íslandsmet í öllum greinum sem hann tók þátt í og synti í úrslitariðlum í sínum fötlunarflokki.  Á Íslandsmótinu í 25 metra braut í nóvember síðastliðinn bætti hann en Íslandsmetin í sínum greinum.

Hann hefur sett alls 21 íslandsmet á árinu sem er aldeilis frábært.

Hjörtur hefur nú sett sér það markmið að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramót fatlaðra sem fram fer í Hollandi á hausti komanda.

 

 

Fleiri íþróttamann voru heiðraðir sérstaklega fyrir góðan árangur í íþrótt sinni árið 2009 en það voru auk Hjartar:

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?