Hryllingssögustund á bókasafninu

Skreyting fyrir hryllingssögustund
Skreyting fyrir hryllingssögustund
Í kvöld, 9. nóvember kl. 20:00 verður efnt til hryllingssögustundar á Bæjarbókasafni Ölfuss.

Í kvöld, 9. nóvember kl. 20:00 verður efnt til hryllingssögustundar á Bæjarbókasafni Ölfuss. Bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir, sem er sérlega skemmtilegur fyrirlesari og manna fróðust um vampírubókmenntir, heldur erindi um vampírur og rithöfundarnir Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir segja frá sögunum sínum um Rökkurhæðir og lesa upp úr nýjustu bókinni.

Búið er að skreyta safnið í anda efnisins, en það eru nemendur í myndmenntavali Grunnskóla Þorlákshafnar sem eiga stærstan hluta í skreytingunum.

Dagskráin byrjar klukkan 20:00, er öllum opin og stendur yfir í um eina klukkustund.

Kertaljós, spennandi drungi og skemmtilegheit...

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?