Íbúafundur um skipulag við Óseyrarbraut í Þorlákshöfn

Aðalskipulagsbreyting vegna hinnar nýju byggðar við Óseyrarbraut er nú að klárast og framundan er vinna við deiliskipulag svæðisins.

Þetta er því mjög góður tími til að heyra frá íbúum, safna hugmyndum og taka samtalið um hvernig við viljum sjá þetta svæði þróast.

 

Við bjóðum því íbúa Þorlákshafnar velkomna á íbúafund næstkomandi fimmtudag kl. 20:00, þar sem farið verður yfir stöðu mála og íbúum gefst tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri.

 

Komdu og taktu þátt í að móta framtíð Þorlákshafnar.


Allir velkomnir!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?