Íbúum aftur að fjölga í Sveitarfélaginu Ölfusi

Línurit sem sýnir fjölda íbúa í sveitarfélaginu 2014-2015
Línurit sem sýnir fjölda íbúa í sveitarfélaginu 2014-2015

Eftir að íbúum tók að fækka allverulega í Sveitarfélaginu Ölfusi síðustu mánuði árið 2014 og fyrstu mánuði þessa árs, virðist botninum hafa verið náð og er íbúum í sveitarfélaginu nú aftur að fjölga.

Nokkuð hefur verið fjallað um fækkun íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusinu undanfarið og ýmsar leiðir ræddar á fundum fagnefnda og bæjarstjórnar sveitarfélagsins til að snúa vörn í sókn og kynna þá mörgu kosti sem sveitarfélagið býr yfir.

Þegar skoðaðar eru tölur um fjölda íbúa frá því í júlí á síðasta ári, þá má sjá að áhyggjuraddir hafa átt við rök að styðjast og að íbúum hefur fækkað. Mesta fækkunin var í febrúarmánuði þegar 1.882 íbúar voru skráðir í sveitarfélaginu.  Þá hefur botninum líklega verið náð og er gaman að segja frá því að íbúum hefur fjölgað ört síðustu tvo mánuðina og er nú svo komið að íbúar eru orðnir jafnmargir og þeir voru í júlí á síðasta ári eða 1.903.

Á meðfylgjandi línuriti má sjá þróunina frá því í júlí.  Það er von allra að áfram fjölgi íbúum og að allir leggist á eitt um að láta vita af þeim miklu kostum sem sveitarfélagið býr yfir.

Línuritið byggir á tölum úr Granna/þjóðskrá

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?