Jólasveinagluggarnir í Ölfusi opna 12. desember

Fjölskyldufjör og jólagetraun

Í Þorlákshöfn má finna 13 fallega skreytta jólasveinaglugga. Hver gluggi táknar ákveðinn jólasvein og felst getraunin í að giska á heiti jólasveinsins. Í jólasveinagluggunum má líka finna orð sem þið leggið á minnið eða takið mynd af, raðið síðan orðunum í rétta orðaröð og þá birtist fræg jólavísa.

Þjónustuaðilar í bænum skreyttu jólasveinagluggana og eru gluggarnir 13. Á kortinu má sjá hvar má finna jólasveinaglugga eftir númerum en þið þurfið að finna gluggana og giska á heiti jólasveinsins. 

Sendið lausnina til jmh@olfus.is eða komið með lausnina á bæjarskrifstofuna fyrir 12. janúar 2024. 

Tilvalið að spreyta sig líka í Snjalla jólaratleiknum í Skrúðgarðinum þar sem eru 13 Þollósveinar og spurningar fyrir alla fjölskylduna.

Góða skemmtun

Kærar þakkir til Argh, Þjónustumiðstöðvar, bókasafnsins, heilsugæslunnar, grunnskólans, íþróttamiðstöðvar, Kompunnar, Níunnar, leikskólans, Kjartans rakara og Þrúðar í Prjónum. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?