Kristbergur Pétursson opnar myndlistarsýningu á Hótel Hlíð

Kristbergur-i-Hotel-Hlid
Kristbergur-i-Hotel-Hlid
fréttatilkynning / 7. júní 2016

Kristbergur Pétursson listmálari opnar yfirlitssýningu á Hótel Hlíð laugardaginn 11. júní

Kristbergur Pétursson listmálari opnar yfirlitssýningu á Hótel Hlíð laugardaginn 11. júní. Alls eru 26 verk á sýningunni; ellefu olíumálverk, átta vatnslitamyndir og sjö grafíkverk.

Kristbergur hefur haldið á fjórða tug einkasýninga og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis sem erlendis. Kristbergur stundaði nám við MHÍ 1979 til 1985 og síðan í Ríkisakademíunni í Amsterdam frá 1985-1988.

Kristbergur verður viðstaddur opnun sýningarinnar klukkan 15 næstkomandi laugardag. Sýningin stendur yfir í allt sumar – lýkur 15. september 2016. Hótel Hlíð stendur á fallegum staðí Ölfusi, aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.

Nánari upplýsingar um feril og myndir sýningarinnar eru í viðhengi. Kristbergur veitir einnig upplýsingar í síma 694 8650 og í gegnum netfangið kbergur@mi.is.

Kristbergur Pétursson ferill og myndaskrá 

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?