Kynningarfundur / íbúafundur

P3100017
P3100017

Kynning á skipulagi fyrir ylræktarver á iðnaðarlóð vestan við Hellisheiðarvirkjun.

 

 KYNNINGARFUNDUR / ÍBÚAFUNDUR

 

KYNNING Á SKIPULAGI FYRIR YLRÆKTARVER Á IÐNAÐARLÓÐ VESTAN VIÐ HELLISHEIÐARVIRKJUN.

FYRIRHUGUÐ FRAMKVÆMD ER Í SAMRÆMI VIÐ ENDURSKOÐAÐ AÐALSKIPULAG ÖLFUSS, 2010-2022, UM STARFSEMI SEM NÝTIR AFURÐIR FRÁ HELLISHEIÐAVIRKJUN.

 

Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd Ölfuss boðar til fundar til að kynna skipulagslýsingu og deiliskipulag fyrir ylræktarver á um 25 ha iðnaðarsvæði vestan við stöðvarhús Hellisheiðavirkjunar sem fyrirhugað er að auglýsa samhliða endurskoðuðu aðalskipulagi. Skipulagslýsing og fyrirhugað deiliskipulag er fyrir ylræktarver til framleiðslu á tómötum til útflutnings.

Fundurinn verður haldinn í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fimmtudaginn 12. janúar 2012, kl. 17.00-19.00.

Íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss sem og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn og taka þátt í umræðu um skipulagsáherslur í sveitarfélaginu.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.

 

Allar nánari upplýsingar á www.olfus.is, undir Ylræktarver.

Ylrækt lýsing á skipulagsverkefni

Kynning á skipulagslýsingu

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?