Líf og fjör í Íþróttamiðstöðinni

Mikið líf og fjör er í Íþróttamiðstöðinni þessa dagana. Bæjarbúar geisla af heilbrigði og er mikill áhugi á hreyfingu og útivist. Sundíþróttin er alltaf vinsæl og margir synda sér til heilsubótar eða fara í vatnsleikfimi, síðan er nauðsynlegt að fara í heitu pottana eða gufu á eftir og slaka örlítið á. Leikjaland innisundlaugarinnar hefur mikið aðdráttarafl og eru foreldrar að koma með börnin sín í þessa notalegu vetrarvin sem hefur slegið í gegn hjá fjölskyldufólki af öllu Suðurlandi.

Þrisvar í viku leggur myndalegur skokkhópur af stað frá Íþróttamiðstöðinni og skokkar sér til heilsubótar og þar hafa meðlimir háleit markmið í framtíðinni. Ræktin sér um rekstur líkamsræktarinnar á annarri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar og stendur það fyrir mjög fjölbreyttum námskeiðum og einkaþjálfun við allra hæfi. Tekið rosalega á því í ræktinni Slakað á í pottinum Nokkrir hraustir úr kallapúlinu Sund er holl og góð hreyfing Hlaupahópurinn að leggja í hann Pílateshópurinn Slakað á eftir jóga Handagangur í öskjunni hjá vatnsleikfimihóppnum 1,2,3, tekið á því í ræktinni Smá afslöppun í innilauginni Stuð í vatnsfötunum

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?