Lista- og menningarverðlaun Ölfuss 2021

Á fundi bæjarráðs Ölfuss í nóvember sl. voru teknar fyrir tillögur til lista- og menningarverðlauna Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2021.

Einhugur var hjá bæjarráði um það hver skyldi hljóta verðlaunin en vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að afhenda þau á þeim tíma.

Loksins hefur rofað til í veirumálum og því var boðað til samveru í Versölum fimmtudaginn 17.mars sl. þar sem handhafar verðlaunanna voru heiðraðir.

Að þessu sinni hlaut hópurinn sem hefur staðið á bakvið Þolloween skammdegishátíðina verðlaunin og eru þessar hugmyndaríku og flottu konur virkilega vel að verðlaununum komnar. Innilega til hamingju!!

(því miður áttu ekki allar heimangengt og því vantar nokkrar á myndina)

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?