Litrík og skemmtileg ávaxtakarfa hjá skólakórunum

 

Á síðustu tónleikum Tóna við hafið sem haldnir voru á laugardaginn, fluttu skólakórar Grunnskóla Þorlákshafnar söngleikinn Ávaxtakörfuna. Söngleikurinn var aðlagað að þeim stóra hópi sem tók þátt í flutningnum. Fjölmenni mætti á söngleikinn og stóðu börnin sig einstaklega vel. Þau sungu vel af hjartans list og sýndu að þau búa yfir góðum leikhæfileikum. Þetta varð hin besta skemmtun með fyndnum innslögum, leikrænum tilburðum og góðum söguþræði. Þau Ester Hjartardóttir, Gestur Áskelsson, Halldór Sigurðsson og Sigrún Berglind Ragnarsdóttur eiga mikið hrós skilið og óhætt er að segja að börnin hafi slegið í gegn.
 
 
Fleiri myndir er hægt að skoða á snjáldursíðunni:
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?