Lokun vegna malbikunar

Hringtorginu verður lokað á morgun miðvikudaginn 13. maí frá og með kl 9.00 og fram eftir degi vegna malbikunar. Einnig verður Hafnarvegur, frá Suðurstrandarvegi að Óseyrarbraut malbikaður.  Veginum verður lokað og hjáleiðir settar upp. 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Hjáleið verður um veginn að golfvellinum eins og rauða línan sýnir.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?