Margar umsóknir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa

Allar lóðir í 1. áfanga farnar
Allar lóðir í 1. áfanga farnar

Síðasta fimmtudag fór fram Afgreiðslunefndarfundur byggingarfulltrúa og voru til afgreiðslu 18 umsóknir í lausar lóðir. 16 þeirra umsókna voru í 1. áfanga nýrrar byggðar, Norðurhrauns, í þéttbýli Þorlákshafnar. Til umsóknar voru 9 raðhúsalóðir sem auglýstar voru nýlega. Öllum lausum lóðum var úthlutað, um flestar lóðir sóttu fleiri en einn aðili.

Lóðum er úthlutað með fyrirvara um afhendingu 1. janúar en gatnagerð 1. áfanga í hverfinu á að ljúka um miðjan desembermánuð.

Umræddar lóðir í Norðurhrauni eru:
Katlahraun 1-3-5
Katlahraun 2-4-6
Katlahraun 7-9-11
Katlahraun 8-10-12
Katlahraun 14-16-18-20
Núpahraun 19-21-23-25
Núpahraun 20-22-24-26
Núpahraun 27-29-31-33
Núpahraun 35-37-39-41

Niðurstöður úthlutunar má lesa hér:
https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=1910002F

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?