Nafnasamkeppni - nýtt hverfi

Sveitarfélagið Ölfus efnir til nafnasamkeppni um nöfn á götur í nýju íbúðahverfi vestan við núverandi byggð í Þorlákshöfn.

Hverfið er vestan Berga en að mestu sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs.

Samkeppnin er öllum opin og eru íbúar hvattir til að taka þátt. Frestur til að skila inn tillögum er til hádegis, fimmtudaginn 15. júlí næstkomandi á netfangið skipulag@olfus.is eða í bréfpósti á skrifstofur sveitarfélagsins, Hafnarbergi 1.

Tillaga að deiliskipulagi hverfisins

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?