Ný hárgreiðslustofa í Þorlákshöfn

Svanlaug og Helga í nýju klippistofunni
Svanlaug og Helga í nýju klippistofunni
Í vikunni opnuðu þær Helga Halldórsdóttir og Svanlaug Ágústsdóttir stofu sína, Kompuna, klippistofu

Í vikunni opnuðu þær Helga Halldórsdóttir og Svanlaug Ágústsdóttir stofu sína, Kompuna, klippistofu, að Selvogsbraut. En Helga hefur hingað til verið með hárgreiðslustofa í heimahúsi.

Sárlega hefur vantað fleiri aðila til að sjá um hár íbúa eftir að Hárnýjung hætti starfsemi. Þorlákshafnarbúar hafa þó notið þjónustu Kjartans Björnssonar, sem mætir reglulega og tekur á móti viðskiptavinum í Unubakkanum, en hausarnir eru margir og því ánægjuefni að þær stöllur hafi opnað stofuna.

Klippistofan er sérlega smekklega innréttuð og gaman að fá aukið mannlíf í miðbæjarsvæðið.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar undirrituð fór með börnin í klippingu.

Barbara Guðnadóttir

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?