Nýja kaffihúsið í Þorlákshöfn heimsótt

Dagný Magnúsdóttir, eigandi Hendur í Höfn
Dagný Magnúsdóttir, eigandi Hendur í Höfn
Ég var beðin um að taka viðtal við Dagnýju Magnúsdóttur eiganda Hendur í höfn – Kaffihús
Ég var beðin um að taka viðtal við Dagnýju Magnúsdóttur eiganda Hendur í höfn – Kaffihús. Þetta er fyrsta kaffihúsið í Þorlákshöfn sem opnaði skömmu fyrir Hafnardaga. Ég fór  til hennar þriðjudagsmorguninn í sól en á leiðinni til baka á bókasafnið var smá rigning.

"Ég hef fengið alveg ótrúlega góðar móttökur, mikið að gera og allir ánægðir,“ segir Dagný þegar spurt er út í kaffihúsið.  "Á kaffihúsinu eru ýmsar veitingar í boði og það er ekki bara það sem gerir það öðruvísi heldur geri ég allar veitingarnar sjálf, laga allt frá grunni og baka allt sjálf.Það eru engin aukaefni og ég reyni að kaupa allt sem ég get beint frá bónda.  Fyrst og fremst er ég með nýbökuð brauð, skonsutertur, tertur, mikið af glútenlausu fæði, fisk, súpur og kjötlokur.” segir Dagný um matinn sem hún er með.  

Það koma margir ferðamenn, fólk úr nágrannasveitarfélögum, Þorlákshafnarbúar og hópar alls staðar af landinu. Fleiri en hún átti von á og segir "...ánægðir viðskiptavinir eru besta auglýsingin.”  

"Á morgnana baka ég öll brauð og undirbý daginn. Þegar það er fleira starfsfólk er ég uppi að elda og baka.” 

Það er ekki mikill hávaði en það er mikið fjör á kaffihúsinu að sögn Dagnýjar. Þorlákshafnarbúar eru líka mjög ánægðir með kaffihúsið og það koma allir aldurshópar á kaffihúsið.  "Þetta er langþráður draumur sem hefur ræst. Það eru hvergi annars staðar svona kaffihús og vinnustofa. Gestunum á kaffihúsinu finnst gaman að fylgjast með og fræðast um glerið. Það koma margir hópar á námskeið og borða svo á eftir á kaffihúsinu. Þetta er lifandi listasmiðja og kaffihús.”

 

Álfheiður Østerby tók viðtalið en Lína Rós Hjaltested tók myndirnar. Þær eru báðar sumarstarfsmenn Bæjarbókasafns Ölfuss

Einnig er þarna að finna mynd af þeim stöllum, Línu Rós og Álfheiði, á bókasafninu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?