Nýjar lóðir til úthlutunar

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir nýjar rað- og parhúsalóðir lausar til úthlutunar við Vetrarbraut í Þorlákshöfn.

Lóðirnar eru norðan við Þorlákskirkju og tengjast íbúðasvæði eldri borgara við Sunnubraut og Mánabraut.  Vestan við svæðið er íþróttasvæði Þorlákshafnar, grunnskóli og leikskóli eru í næsta nágrenni og stutt er í alla þjónustu.

Gatnagerð á svæðinu mun hefjast á haustmánuðum og verður henni lokið í lok árs.  Í fyrstu úthlutun hafa aðilar 60 ára og eldri forgang en að öðru leyti gilda úthlutunarreglur sveitarfélagsins  sem má lesa hér.   Fyrsta úthlutun fer fram á fundi afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa 12.ágúst nk. Umsóknir þurfa að berast fyrir 5.ágúst.  Afhending verður í síðasta lagi 1. janúar 2022.

Umsóknir fara fram í gegnum íbúa- og þjónustugátt sveitarfélagsins á forsíðu eða á www.olfus.ibuagatt.is.
Gjald er tekið fyrir hverja umsókn.

Deiliskipulagsuppdráttinn má skoða hér. 

Skilmálar deiliskipulags

Húsagerðir:
Raðhús: Heimilt  er að reisa parhús eða þriggja íbúða raðhús á einni hæð innan byggingarreits ásamt bílageymslu.

Parhús: Heimilt er að reisa parhús á einni hæð innan byggingarreits ásamt sambyggðri bílageymslu

Lóðirnar eru allar leigulóðir og kostnaður af þeim því einungis gatnagerðargjald skv. gjaldskrá og vísitölu. Þjónustugjöld byggingarfulltrúa sem og fyrirtökugjald nefndar, fyrir hverja umsókn, eru skv. gjaldskrá og vísitölu. Gatnagerðargjald fyrir lóðir reiknast eftir stærð lóða og nýtingarhlutfalli. 

Eftirfarandi lóðir eru til úthlutunar:
Vetrarbraut 1-3
Vetrarbraut 5-7
Vetrarbraut 2-4
Vetrarbraut 6-8
Vetrarbraut 9-11-13
Vetrarbraut 15-17-19
Vetrarbraut 10-12-14
Vetrarbraut 16-18-20
 

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?