Rafrænir miðar á gámasvæði

Frá og með 1.janúar 2023 verða teknir í notkun rafrænir miðar á gámasvæðið. Eins og áður fær hvert heimili 12 miða til að nota yfir árið en í stað útprentaðra miða fyrir hvert heimili þarf að sækja klippikort í íbúagáttinni. Allir þeir sem skráðir eru með lögheimili á sama heimilisfangi geta sótt kortið í sinn síma og notað það saman.

Farið er inn á íbúagáttina á heimasíðu Ölfuss Íbúagátt Ölfuss (ibuagatt.is) og rafæna kortið sótt í síma.

Athugið að setja þarf kortið í rafrænt veski eins og t.d. SmartWallet fyrir Android síma eða Apple Wallet fyrir Iphone síma til að það virki.

Þegar komið er með sorp á gámasvæðið er kóðinn á kortinu skannaður af starfsmanni gámasvæðis.

Þeir sem ekki eru með snjallsíma geta farið í íbúagáttina og prentað miðann út. Þá þarf að koma með miðann og láta skanna í hvert skipti sem komið er með sorp á gámasvæðið.

Leiðbeiningar á íslensku

Leiðbeiningar á pólsku

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?