Reglur um útivistartíma barna 

Gámaþjónustan hf.
Gámaþjónustan hf.
Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna.  Þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.

Foreldrar vita öllum betur hvað börnum þeirra er fyrir bestu. Í könnun RUM (Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, 1997) kom fram að 90% foreldra segjast virða reglur um útivistartíma barna og unglinga. Er gott til þess að vita, þar sem fátt er betur til forvarna fallið en nærverustundir foreldra með börnum sínum.

Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Ekki þarf annað en að skoða á hvaða tímum sólarhrings börn byrja að fikta með áfengi og aðra vímugjafa og hvenær alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífsreynsla eiga sér stað, til að skilja að útivistarreglurnar eru ekki settar fram af neinni tilviljun. Þess utan er nægur svefn mikilvæg forsenda vellíðunar og árangurs í skólanum.

Ríkislögreglustjóri, Lögreglan í Reykjavík, Vímulaus æska, Ísland án eiturlyfja og samtaka sveitarfélög hafa lagt áherslu á að gera upplýsingar um reglur um útivistartíma barna sem aðgengilegastar fyrir foreldra. Til að ná þessu fram hafa til að mynda Reykjavíkurborg og lögreglan í Reykjavík sent nemendum í 2. og 7. bekk og foreldrum þeirra segulmottu þar sem fram koma upplýsingar um útivistartímann. Nánari upplýsingar um segulmotturnar eru veittar hjá Áfengis- og vímuvarnaráði í síma 585-1470

Lögregluvefurinn Smelltu á tengilinn til að skoða tengt efni. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?