Ríkt tónlistarlíf í Ölfusi

Aðventustund 2012
Aðventustund 2012
Heilmikil dagskrá var í boði í Þorlákshöfn í gær, fyrsta sunnudag í aðventu, þar sem hljómsveitir og kórar fluttu jólalög bæði í kirkju og á ráðhústorgi

Heilmikil dagskrá var í boði í Þorlákshöfn í gær, fyrsta sunnudag í aðventu, þar sem hljómsveitir og kórar fluttu jólalög bæði í kirkju og á ráðhústorgi. Þorlákskirkja bauð upp á hátíðlega aðventustund þar sem hvert tónlistaratriðið tók við af öðru og ungir sem aldnir tóku undir í lokalaginu. Á ráðhústorgi var haldið áfram með tónlist og notalega stemningu þar sem íbúar Ölfuss komu saman til að syngja jólasöngva og fylgjast með jólatré bæjarins skarta ljósum í skammdeginu. Kiwanismenn ásamt Landsbankanum buðu upp á heitt súkkulaði og piparkökur og forseti þeirra, Þórarinn Gylfason ávarpaði gesti. Hápunktur kvöldsins var síðan fyrir unga fólkið þegar fjörugir jólasveinar mættu á svæðið og gengu með þeim í kringum jólatréð.

Dagskrá dagsins var sérlega vel heppnuð og bar vitni um ríkt tónlistarlíf sem við búum að í Ölfusinu.

Sveitarfélagið Ölfus óskar íbúum öllum ánægjulegrar aðventu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?