Sjómannadagskveðja

Hafnardagar 2013
Hafnardagar 2013

Starfsmenn og stjórnendur Sveitarfélagsins Ölfuss óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.

Starfsmenn og stjórnendur Sveitarfélagsins Ölfuss óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.

Flaggað hefur verið um allan bæ, sjómannadagsmessa hefst klukkan hálf ellefu og síðan ýmsir dagskrárliðir af tilefni dagsins.

Frá klukkan 13-16 verður opið í Herjólfshúsi, markaður verður í grunnskólanum og leiktæki fyrir utan skólann.

Klukkan 14:00 sýnir Möguleikhúsið leikritið "Afi prakkari", stórskemmtileg sýning fyrir börn á öllum aldri. Aðgangur ókeypis.

Sýningin er í sal grunnskólans.

Klukkan 14 opnar bókasafnið með sýningu byggðasafnsins og Sigurður Jónsson leggur af stað frá grunnskólanum í gönguferð um bæinn.

Klukkan 14:30 verður síðan sápufótbolti við grunnskólann. 16 ára aldurstakmark er í fótboltann og eru þar allir á eigin ábyrgð.

Kaffihlaðborð Slysavarnarfélagsins Mannbjargar hefst síðan klukkan 15:00 og stendur til 17:00.

Útvarpsútsendingu útvarps Hafnardaga lýkur klukkan 18:00 og þar sem lýkur dagskrá Hafnardaga 2013.

Svipmyndir frá síðustu dögum má skoða á fésbókarsíðu Hafnardaga: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.532845636780366.1073741830.495049250560005&type=3&uploaded=35#!/media/set/?set=a.532845636780366.1073741830.495049250560005&type=3&uploaded=35

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?