Skemmtilega vorleg sýning í Gallerí undir stiganum

Elfa Björk Jónsdóttir við opnun sýningar
Elfa Björk Jónsdóttir við opnun sýningar
Í gær opnaði Elfa Björk Jónsdóttir sýningu á verkum sínum i Gallerí undir stiganum. Sýningin tengist listahátíðinni List á landamæri og mætti fjölmenni við opnunina.

Í gær opnaði Elfa Björk Jónsdóttir sýningu á verkum sínum i Gallerí undir stiganum.

Sýningin tengist listahátíðinni List á landamæri og mætti fjölmenni við opnunina. Meðal þeirra mörgu sem komu var listakonan Alda Ármanna en Elfa Björk hefur notið leiðsagnar hennar við listsköpun sína. Alda Ármanna var hæstánægð með sýninguna, sýningarrýmið og hvernig staðið var að stuðningi og kynningu á viðburðinum af hálfu starfsmanna sveitarfélagsins. Í þakklætisskyni gaf hún bókasafninu bók sína "Kona í forgrunni. Vegferð í lífi og list". Nú er verið að skrá bókina og geta gestir bókasafnsins fengið hana lánaða í kjölfarið eða skoðað á bókasafninu.

Á sýningu Elfu Bjarkar gefur að líta myndir, glermuni, smyrlaveggteppi og útsaumaða dúka. Sýningin verður opin á opnunartíma bókasafnsins allan aprílmánuð.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?