Skipulag í kynningu: deiliskipulag fyrir Lambhaga í Ölfusi

Deiliskipulagstillaga fyrir Lambhaga í Ölfusi.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti 29. nóvember 2018 að auglýsinga tillögu að deiliskipulagi og umhverfisáhrifum fyrir land Lambhaga Ölfusi, vestan við Hvammsveg nr. 374, samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Tillaga að uppbyggingu búsins var áður kynnt í dagblöðum og Lögbirtingablaðinu 24. júní til 22. júlí 2009.

Á jörðinni Lambhaga í Ölfusi er rekið alifuglabú. Fyrirhugað er endurnýjun á húsakosti búsins. Markmið með tillögunni að deiliskipulagi er að skilgreina byggingarreiti sem heimilar uppbyggingu að búi með allt að 39.000 fugla auk annarra bygginga. Innan byggingarreits B3 verður byggt allt að 600 m2 alifuglahús ásamt útgarði á þeim stað þar sem matshlutar 03,11 og 13 eru núna og það hús þá rifið. Vestan við hús sem er innan byggingarreitsins, matshluti 12, verða byggð þrjú ný eldishús. Mænishæð á hverju húsi frá gólfplötu er 7 m. Fóðursíló við hvert hús geta verið allt að 8 m á hæð. Vestast innan reitsins verður byggð allt að 300 m2 skemma með mænishæð allt að 7 m. Hámarks byggingarmagn innan reits B3 eru 3600 m2.

Innan byggingarreits B1 er gamalt íbúðarhús sem heimilt er að stækka í allt að 250 m2 og mænishæð allt að 6 m. Byggingarreitur er í 100 m fjarlæðg frá Hvammsvegi nr. 374.

Innan byggingarreits B2 er heimilt að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, allt að 300 m2 með hámarks mænishæð 6 m. Minnsta fjarlægð frá eldishúsi að íbúðarhúsi á næstu jörð er um 242 m.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 17. desember 2018 til og með 28. janúar 2019, á skrifstofutíma. Hér má einnig finna nánari upplýsingar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna.  Frestur til þess að skila þeim inn er til 28. janúar 2019

Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

 

F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss, skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?