Skipulag í kynningu: móttöku- og flokkunarsvæði

Sveitarfélagið Ölfus, deiliskipulag.

Deiliskipulag og greinargerð er varðar móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka og Unubakka, Þorlákshöfn. Sjá skipulag í kynningu hér

Samkvæmt skipulagslögum, nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt 29. júní 2017 að auglýsa drög að deiliskipulagi fyrir móttöku- og flokkunarstöð fyrir söfnun og förgun á úrgangsefnum. Með móttöku- og flokkunarstöðinni er íbúum gert auðveldara fyrir með flokkun sorps og lögð áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu.

Deiliskipulagið tekur til lóða nr. 6 og 8 við Vesturbakka og nr. 19 við Unubakka.

Deiliskipulagið er auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi liggur frammi í Ráðhúsi Ölfuss, á skrifstofutíma, frá 20. júlí til 31. ágúst 2017.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 31. ágúst 2017. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?