Skólastarf vetrarins að hefjast

Skólasetning 2013
Skólasetning 2013
Grunnskólinn í Þorlákshöfn var settur í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, við hátíðlega athöfn í salarkynnum skólans

Grunnskólinn í Þorlákshöfn var settur í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, við hátíðlega athöfn í salarkynnum skólans. Prúðbúin börn mættu á setninguna í fallegu veðri þar sem starfsmenn skólans tóku á móti þeim.

Halldór Sigurðsson, skólastjóri flutti ávarp og nefndi m.a. að hann vonaðist eftir fallegum haustdögum og óskaði öllum góðs gengis á komandi skólaári.

Meðfylgjandi myndir tók undirrituð á skólasetningu hjá eldri nemendum.

Barbara Guðnadóttir

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?