Snjalli jólaratleikurinn – úrslit

Snjalli jólaratleikurinn í skrúðgarðinum gekk vel fram í miðjan desember þegar vetur konungur fyllti garðinn og bæinn okkar af snjó. Efstu þrjú liðin sem tóku þátt í leiknum fá viðurkenningu en það voru: Hófý og Guðmundur Otri, Bergþór og Svala og 3 gelur. Það verður haft samband við vinningshafa en þeir fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og flottan árangur. 3 gelur mega gefa sig fram á Bókasafninu en okkur vantar nánari upplýsingar um liðið.

 

Við viljum hvetja þá sem tóku þátt í jólasveinagluggaleiknum að skila inn lausnum um hvaða jólasveinar áttu heima í gluggunum.

 

Takk fyrir þátttökuna!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?