Sóknarfæri ferðaþjónustunnar-styrkir

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og er nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19.  Umsóknarfrestur er til 12. maí, kl 16:00.
 

Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu.

Verkefni þurfa að falla að einni eða fleiri áherslum sjóðsins:

  1. Gerð markaðsefnis og markaðssóknar gagnvart ferðamönnum
  2. Vöru- og viðskiptaþróun til að hagnýta tækifæri vegna breyttra aðstæðna
  3. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja 
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?