Stjórnsýsluúttekt Sveitarfélagsins Ölfuss

Á 265. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var í Ráðhúsi Ölfuss, 28. febrúar 2019 var samþykkt að gera breytingu á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Ölfuss með það að markmiði að skýra ábyrgð og mætta nýjum kröfum hvað stjórnsýslu varðar.  Starfsumhverfi og umgjörð sveitarfélaga hafi tekið miklum breytingum undanfarin áratug, ekki síst í skipulags-og byggingarmálum og hvað varðar miðlæga stjórnsýslu. Kröfur um málsmeðferðarhraða, fagmennsku og samráð hafa aukist mikið bæði af hálfu löggjafans og íbúa. Hugmyndir og áherslur í umhverfismálum, skipulagi og við hönnun og byggingu mannvirkja hefur þróast og það leitt til þess að ákvarðanataka verður flóknari og hagsmunirnir meiri en áður var. Með endurskoðun á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Ölfuss er stefnt að því að efla viðbrögð sveitarfélagsins, auka formfestu og vanda enn frekar til verka í stjórnsýslu og umsýslu sveitarfélagsins. Þá er á sama hátt brýnt að tryggja faglega og lögmæta málsmeðferð.

Hægt er að lesa sér nánar til um hið nýja fyrirkomulag með því að smella hér  

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?