Styttist í aðventu og að ljós verði tendruð á jólatré

Ljós sett á jólatré við ráðhús 2014
Ljós sett á jólatré við ráðhús 2014
Löng hefð er fyrir því að jólaljós séu tendruð á jólatrénu við ráðhúsið, fyrsta sunnudag í aðventu.  Undanfarið hafa því starfsmenn sveitarfélagsins verið að koma upp ljósaskreytingum við götur og jólatrénu á ráðhústorgi.

Löng hefð er fyrir því að jólaljós séu tendruð á jólatrénu við ráðhúsið, fyrsta sunnudag í aðventu.  Undanfarið hafa því starfsmenn sveitarfélagsins verið að koma upp ljósaskreytingum við götur og jólatrénu á ráðhústorgi.  Í dag var ljósum komið fyrir í trénu og er þá allt tilbúið fyrir hátíðlega dagskrá næstkomandi sunndag.

Hátíðin hefst klukkan 18:00 þegar lúðrasveitin tekur á móti gestum á ráðhústorgi með jólalögum.  Kórar grunnskólans leiða fjöldasöng og forseti Kiwanis, Gísli Eiríksson flytur stutta tölu áður en ljósin eru kveikt.

Kiwanisklúbburinn Ölver og Landsbankinn munu bjóða upp á heitt kakó og piparkökur og kannski kíkja nokkrir jólasveinar í heimsókn og dansa með börnunum í kringum jólatréð.

Það er Kiwanisklúbburinn sem heldur utanum sölu jólatrjáa í Þorlákshöfn en ágóða af sölunni er varið í góð verkefni í heimabyggð.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?