Svanur Kristjánsson er látinn

Svanur Kristjánsson, fyrsti sveitarstjóri Ölfuss.
Svanur Kristjánsson, fyrsti sveitarstjóri Ölfuss.
Í gær lést Svanur Kristjánsson, fyrsti sveitarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss

Í gær lést Svanur Kristjánsson sem var fyrsti ráðni sveitarstjóri Ölfuss og starfaði sem slíkur frá 1970 til 1977. Áður hafði Svanur verið útibússtjóri Kaupfélags Árnesinga í Þorlákshöfn en Hermann Eyjólfsson, oddviti hafði annast rekstur sveitarfélagsins.  Á setningu 60 ára afmælishátíðar Þorlákshafnar í júní sl. rifjaði Svanur upp starfsárin sem sveitarstjóri og sagði frá skemmtilegum atvikum og verkefnum sem einkenndu starfsárin á þessum mikla uppbyggingartíma. Það er ómetanlegt að hafa fengið þessar frásagnir af fyrstu hendi og er meðfylgjandi mynd tekin við það tilefni. Undanfarið hefur Svanur glímt við veikindi og lést hann eins og fyrr segir í gær.

Hugur íbúa og starfsmanna í sveitarfélaginu er hjá aðstandendum og vinum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?