Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir því að kaupa 250 til 300 fermetra húsnæði til matvælavinnslu sem nýtast mun sem sameiginlegt eldhús fyrir stofnanir sveitarfélagsins.
Gerðar eru eftirfarandi kröfur til húsnæðisins:
*250 til 300 m2 á einni hæð.
*Lágmark 8 bílastæði á lóð.
*Aðstaða til móttöku aðfanga um vöruhurð.
*Skilyrði að húsið uppfylli kröfur til matvælavinnslu.
*Skilyrði um snyrtilegt umhverfi.
*Krafa um að útsvæði geti rúmað sorpgáma og fl., afgirt port er kostur.
Áhugasamir hafi samband við Sigmar B. Árnason með tölvupósti á sigmar@olfus.is fyrir 23. febrúar nk.