Til hamingju sjómenn!

Hafnardagar 2015
Hafnardagar 2015

Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.

Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn, en sjómenn verða í sviðsljósinu í útvarpsþættinum "Á baujuvaktinni".

Þátturinn er sendur út frá Útvarpi Hafnardaga frá kl. 9:00 - 12:00 á Sjómannadaginn. Það eru þeir Jóhann Davíðsson og Þorsteinn Lýðsson sem sjá um þáttarstjórn. Hægt er að hlusta á útvarpið um tíðnina FM 94,5 

Klukkan 14:00 er síðan boðið upp á leiksýninguna "Ástarsaga úr fjöllunum" í boði Kvenfélags Þorlákshafnar í Grunnskólanum. Sýningin hentar fyrir krakka á öllum aldri og er aðgangur ókeypis.

Slysavarnarfélagið Mannbjörg efnir til kökuhlaðborðs í Versölum, Ráðhúsinu og opið verður á sýningu Byggðasafns Ölfuss á bókasafninu. Klukkan 15:30 verður tilkynnt um verðlaunahafa í "Kökukeppninni ógurlegu" í Versölum, ráðhúsinu.

Útsendingu útvarpsins lýkur klukkan 18:00 og lýkur þar með dagskrá Hafnardaga.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?