Tilkynning til ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu

Unnið er að gerð upplýsingakorta fyrir ferðamenn. Kortin verða sett upp á upplýsingaskilti sem nú þegar er til við hringtorgið í Þorlákshöfn í október/nóvember. Stefnt er að því að setja þau upp á nokkrum stöðum í Ölfusinu á næsta ári.

Samhliða því verða kortin aðgengilegt í vefútgáfu á heimasíðu Ölfuss www.olfus.is þar sem listað verður upp alla ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu (gisting, afþreying, veitingastaðir o.þ.h.). Þau kort verða reglulega uppfærð og skiltin sem munu koma víðsvegar í sveitarfélaginu verða með vísun í vefkortin með QR kóða eða álíka. Með þessu geta ferðamenn, bæði innlendir og erlendir fengið nýjustu upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði.

Markaðs- og menningarfulltrúi óskar eftir upplýsingum frá þjónustuaðilum til að setja inn á vefkortin. Þeir þjónustuaðilar sem vilja koma sinni þjónustu á framfæri eru beðnir um að senda upplýsingar á katrin@olfus.is fyrir 15. október 2018.

Með vinsemd,

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir
Markaðs- og menningarfulltrúi Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?