Tillaga að deiliskipulagi í Hjarðarbóli Ölfusi

Tillaga að deiliskipulagi í Hjarðarbóli Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 270, 27. 8. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Á Hjarðarbóli og Hjarðarbóli 1 er í aðalskipulagi skilgreindur reitur Í8 þar sem 15 hús mega rísa. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir 8 íbúðarhúsum og 1 hesthúsi að Hjarðarbóli 1. Skipulagssvæði eru 4 ha.

Nýtt deiliskipulag innan Hjarðarbóls liggur að gildandi deiliskipulagi. Sjö nýjar lóðir 0,3-0,7 ha að stærð auk 0,8 ha samnotasvæði. Fjöldi er í takt við aðalskipulag. Nýtingarhlutfall lóða er skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 0,05. Húsin verða á einni hæð og mest 6 m á hæð.

Aðkoma að lóðum er frá Hvammsvegi frá þjóðvegi 1 um Hjarðarbólsveg. Gert er ráð fyrir að byggingarreitir séu minnst 50 m frá Hvammsvegi skv. samþykki Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 3. september til 16. október 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 16. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða undirritað á skipulag@olfus.is.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Uppdráttur af skipulagi í Hjarðarbóli

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?