Umhverfisviðurkenningar 2023

Skipulags- og umhverfisnefnd afhenti á bæjarhátíðinni "Hamingjunni við Hafið" umhverfisviðurkenningar Ölfuss 2023.

Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir "snyrtilegasta fyrirtækið" í þéttbýli og í dreifbýlinu.

Í þéttbýlinu var það Skinney – Þinganes hf sem hlaut viðurkenningu.

Í dreifbýlinu var það Icelandic Water Holdings ehf.

Ljósmynd: Hörður Kristjánsson

Bæði þessi fyrirtæki eru einstaklega snyrtileg og öll umhirða lóðar og húss til fyrirmyndar.

Einnig var sú nýjung í ár að velja snyrtilegustu götu Ölfuss og varð Hafnarberg 12-30 fyrir valinu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?