Umhverfisvika í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Grunnskólinn í Þorlákshöfn, sem er Grænfánaskóli, mun taka þessa viku í það að ganga um bæinn og fegra hann með því að hreinsa til. Nemendur og starfsfólk skólans hafa haft orð á því, nú þegar sést til sólar, að allt of mikið af rusli sé á víð og dreif um bæinn okkar. Af þeim sökum ætla allir nemendur og starfsmenn að fara út í þessari viku og hreinsa til. Við hvetjum alla bæjarbúa til að taka þátt í þessari umhverfisviku og hreinsa til í sínum íbúargötum. Ef allir taka höndum saman og hreinsa til í kringum sig gerum við fallegan bæ enn fallegri.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?