Undirritun verksamnings um viðbyggingu við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn

Frá undirritun verksamnings leikskólans Bergheima
Frá undirritun verksamnings leikskólans Bergheima
Verksamningur um viðbyggingu leikskólans Bergheima

Þann 10. október 2012 var undirritaður verksamningur við Vörðufell ehf um viðbyggingu við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn, tæplega 500 m2 viðbygging. Viðbyggingin hýsir tvær deildir, eldhús og aðstöðu fyrir starfsfólk auk annarra fylgirýma.

  

 

Þann 10. október 2012 var undirritaður verksamningur við Vörðufell ehf um viðbyggingu við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn, tæplega 500 m2 viðbygging. Viðbyggingin hýsir tvær deildir, eldhús og aðstöðu fyrir starfsfólk auk annarra fylgirýma.

Tilboð Vörðufells ehf er 119.250.000,- og eiga þeir að skila byggingunni 15. september 2013.

 

Á myndinni sitjandi við borðið er frá vinstri Valdimar Bjarnason frkvstj. Vörðufells, í miðjunni er G. Ásgerður Eiríksdóttir leikskólastjóri Bergheima og til hægri Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri.

 

Á hinni myndinni eru frá vinstri Valdimar Bjarnason framkvæmdastj. Vörðufells ehf, G. Ásgerður Eiríksdóttir, leikskólastjóri, Dagný Erlendsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og Guðmundur Baldursson, bæjarfulltrúi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?