Uppbygging við Skíðaskálann í Hveradölum

Mat á umhverfisáhrifum - Drög að tillögu að matsáætlun - Íbúafundur

Fyrir hönd Hveradala ehf. kynnir Verkís drög að tillögu að matsáætlun vegna uppbyggingar við Skíðaskálann í Hveradölum, Sveitarfélaginu Ölfusi, samkvæmt 16. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.  Drögin eru birt á www.verkis.is og er almenningur hvattur til að kynna sér þau.

Kynningarfundur fyrir íbúa í Ölfusi verður haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 17:00 í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.

Athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun má senda í tölvupósti til umhverfismal@verkis.is eða í pósti til Verkís hf, b.t. Sigmars A. Steingrímssonar, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.

Athugasemdum skal skila eigi síðar en 18. mars 2019.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?