Upplýsingar frá Gagnaveitu Reykjavíkur um stöðu ljósleiðaralagningar í Ölfusi

Thorlakshofn-1-afhending-3
Thorlakshofn-1-afhending-3

Þegar er búið að leggja og tengja ljósleiðarasamband til fyrstu 120 íbúðanna í Þorlákshöfn sem geta þar með keypt sér fjarskiptaþjónustu um þetta öflugasta fjarskiptakerfi landsins.

Þegar er búið að leggja og tengja ljósleiðarasamband til fyrstu 120 íbúðanna í Þorlákshöfn sem geta þar með keypt sér fjarskiptaþjónustu um þetta öflugasta fjarskiptakerfi landsins.  Um er að ræða íbúðarhús á því svæði sem skyggt er á meðfylgjandi mynd.

Á vefsíðu Gagnaveitu Reykjavíkur, www.gagnaveita.is, er hægt að slá inn heimilsfang og fá svar við því hvort búið sé að tengja viðkomandi hús.  Íbúar eru hvattir til að kanna möguleikana og óska eftir þessari þjónustu þegar hún stendur til boða.

Í upphaflegri verkáætlun var gert ráð fyrir að tengingum í Þorlákshöfn yrði að mestu lokið fyrir lok október en raunin er að það verður aðeins seinna.  Flest hús sem eftir eru verða tengd í nóvember og öll íbúðarhús ættu að vera orðin tengd í desember.

Í dreifbýlinu er jarðvinna í fullum gangi en hefur gengið hægar en reiknað var með vegna klappar og erfiðari aðstæðna en verkáætlun gerði ráð fyrir.  Reiknað er með því  að það náist að tengja um helming húsa í dreifbýlinu fyrir áramót en þau sem eftir verða tengjast í byrjun næsta árs, háð veðurfari.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?