Upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins í samkomubanni

Hér eftir sem hingað til verður reynt af fremsta megni að halda úti eins mikilli þjónustu í sveitarfélaginu og hægt er. Hér má finna yfirlit yfir þjónustu stofnana sveitarfélagsins á meðan á samkomubanni stendur.  Yfirlitið verður uppfært jafnóðum og breytingar verða.

 Grunnskólar, leikskólar og frístundaheimili

Forráðamenn barna í grunnskólum, leikskólum og í frístundastarfi hafa nú fengið sendar upplýsingar um tilhögun starfs næstu daga.  Í útfærslum er tekið mið  af starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig, stærð húsnæðis og fjölda barna í samræmi við tilmæli og leiðbeiningar frá yfirvöldum.  Engin starfsemi verður í félagsmiðstöðinni Svítunni á meðan á samkomubanni stendur.

Ráðhús Ölfuss

Ráðhúss Ölfuss er lokað almenningi.  Hægt er að ná í starfsmenn í síma 480-3800 og einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið olfus@olfus.is.  Upplýsingar um netföng starfsmanna er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is

Tæknideild

Ekki er tekið á móti erindum á skrifstofu.  Öll samskipti skulu fara fram í gegnum þar til gerðar umsóknir á netinu, í síma 480-3800 eða með tölvupósti á sigmar@olfus.is eða gunnlaugur@olfus.is

Sorphirða, gámasvæði og snjómokstur

Gert er ráð fyrir óbreyttri sorphirðu þó með þeirri undantekningu að nú mega sorphirðumenn ekki opna tunnurnar.  Af þeim sökum eru íbúar beðnir að fjarlægja lífræn hólf úr tunnum sínum og setja lífrænt sorp með almennu sorpi á meðan þetta ástand varir.  Reynt verður að halda úti snjómokstri samkvæmt plani.  Opnunartími gámasvæðisins er óbreyttur.

Sundlaug og íþróttamannvirki

Sundlaug og íþróttamannvirki eru lokuð frá og með 24.mars.  Engar íþróttaæfingar eða frístundastarf verða á þeim tíma.

Þorlákshafnarhöfn

Allar heimsóknir á hafnarskrifstofu Þorlákshafnar eru óleyfilegar nema með fyrirframgefnu samþykki hafnarstarfsmanna. Óskir um þjónustu skulu gerðar í síma 480-3601 eða 480-3602 eða með tölvupósti á netfangið hofn@olfus.is. Einnig er hægt að hafa samband á viðskiptabylgju hafnarinnar VHF rás 12.

Bókasafn

Bókasafn sveitarfélagsins er lokað almenningi frá og með 24.mars.

Selvogsbraut 1

Þjónusta er með eðlilegum hætti en því er beint til utanaðkomandi að takmarka heimsóknir eins og hægt er.

9-an Egilsbraut 9

Húsnæðið er að mestu lokað  fyrir utanaðkomandi en er að sjálfsögðu opið fyrir íbúa.  Mötuneytið er lokað en íbúar fá mat inn á sína íbúð. Reynt er að sinna félagslegum stuðningi við íbúa. Heimaþjónusta starfar enn en þó hefur aðeins dregið úr heimsóknum. Búið er að loka fótaaðgerðarstofu.

Félagsstarf eldri borgara

Félag eldri borgara hefur hætt öllu félagsstarfi þar til annað verður auglýst.

Velferðarþjónusta sveitarfélagins

Áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma og tölvupóst.

Barnavernd- Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 483-4000. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.

Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur – vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið eyrun@olfus.is eða hafið samband í síma 480-3800

Málefni fatlaðs fólks - áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 483-4000 og netfang arna@arnesthing.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?